SMÁATRIÐI
LITAKORT
LÝSING
Endingargott
Mikið slitþol
Samskeytalaust, auðvelt að þrífa
Bætir umhverfi á vinnustað
Fljótlegt í ásetningu
Mikið efnaþol
Án skaðlegra leysiefna
Maxi flex 5000 gólfefni er gólfefni sem samanstendur af tveggja þátta glærum eða lituðum epoxy grunni, millilagi sem samanstendur af tveggja þátta polyurethan bindiefni ístráðu fylliefni og toppfylltu með lituðu topplagi. Þykkt efnisins er 3-4mm. Efnið er án allra leysiefna. Maxi flex 5000 er fáanlegt í fimm staðallitum. Maxi flex 5000 er háglansandi.
Hörðnunartími:
Gangandi umferð 24 klst.
Flest umferð 48 klst.
Full harðnað gólf 7 dagar.
Notkunarstaðir:
Dæmigerðir notkunarstaðir eru t.d. verstæði og lagerhúsnæði og matvælaiðnaður þar sem álag er mikið og hreyfinga er að vænta í undirlagi.
Eiginleikar:
Efnaþol: Maxi flex 5000 hefur gott efnaþol gagnvart flestum sýrum, sápum, olíum og fitu.
Slitstyrkur er mikill gagnvart þungri umferð.
Maxi flex 5000 er fullkomlega raka og vatnsgufuþétt.
Maxi flex 5000 hefur mjög góða viðloðun við demantslípað/blásið steypt undirlag og sandblásið stál.
Leiðbeiningar:Áður en Maxi flex 5000 er lagt er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga.
- Að undirlag sé meira en 25 N/mm2 að brotstyrk. Að öðrum kosti þarf að styrkja undirlag.
- Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags
- Að lofthiti við gólf sé ekki undir 18°meðan á verki stendur.
Undirlagið skal vera hreint og laust við alla fitu. Ef um ílögn er að ræða þarf hún að hafa nægan innri styrk til að ætlaður árangur náist.
Frekari hreinsun fer fram með demantslípun til að tryggja viðloðun við undirlagið.
Sprungur, ójöfnur og viðgerðir ber að framkvæma með viðgerðarefnum þannig að flöturinn sé tilbúinn fyrir gólfefni. Hlutfallsraki í undirlagi má ekki vera yfir 80%
- Hreint undirlagið er grunnað með epoxy grunni, eða DPM (damp proof membrane) grunni íblönduðu kvartsandi 0,18 mm að grófleika. Kvartsandi að grófleika 0,7 – 1,2 er stráð í grunninn.
- Millilag er PU bindiefni ístráð Kvartssandi eða dynagrip til mettunar.
- Toppcoat, litað Vespox sl-s uv er síðan borið á flötinn með stálbretti. Yfirborðið er síðan jafnað með rúllu. Til aukinnar hálkuvarnar er dynagrip í hentugum grófleika stráð í blautan litin og jafnað með rúllu. Ekki mega líða meira en 24 klst. á milli umferða.
Efnisnotkun pr m2:
Grunnur. Epoxy resin 250 gr m2 kvartsandur 0,18 150 gr Kvartsandur 07- 1,2 200 gr
Millilag PU bindiefni 1200 gr. fylliefni 4 kg gr
Toppcoat. 900 gr Vespox sl-s-uv litað epoxy
Hitastig:
Hitastig í rými og undirlagi ber að vera ekki minna en 18°C . Hörðnum efnisins fer eftir hitastigi og lengist verulega við lægra hitastig.
Umhverfi:
Maxi 700 gólfefni er án upplausnarefna og lyktarlítið.
Herðirinn (b hluti) er ætandi og þarf því að verja húð og augu við verkið.