SMÁATRIÐI
LITAKORT
LÝSING
Topp 4000 gólfefni er þriggja þátta samskeytalaust fjöliðunnargólfefni. Það samanstendur af glæru epoxy bindiefni og lituðum kvartssandi sem gefur efninu lit. Dæmigerðir notkunarstaðir eru t.d.
- verkstæði
- sameignir fjölbýlishúsa
- lagerhúsnæði
- bílskúrar
- búningsklefar/sturtur
- eldhús
- skólar
- bakarí
- og matvælaiðnaður hvers konar þar sem álag er í mikið
- Efnaþol: Topp 4000 hefur gott efnaþol gagnvart flestum sýrum, olíum og fitu
- Slitstyrkur er góður gagnvart gangandi og þungri umferð
- Sérlega auðvelt í þrifum
- Topp 4000 er raka og vatnsgufuþétt
- Topp 4000 hefur mjög góða viðloðun við vel hreinsað steypt undirlag, tré, gifs og sandblásið stál
Hörðnunartími við 20°
- Gangandi umferð 18 klst
- Flest umferð 48 klst
- Fullt álag 7 dagar
Undirlagið skal vera hreint og laust við alla fitu. Ef um ílögn er að ræða þarf hún að hafa nægan innri styrk til að ætlaður árangur náist. Frekari hreinsun fer fram með demantslípun til að tryggja viðloðun við undirlagið.
Sprungur, ójöfnur og viðgerðir ber að framkvæma með viðgerðarefnum þannig að flöturinn sé tilbúinn fyrir gólfefni.
Eftirfarandi ber að hafa í huga.
- Að undirlag sé með meira en 25 N/mm
- Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags
- Að lofthiti sé 18° við gólf í góðan tíma fyrir og meðan á lögn stendur
Sé hreyfingu að vænta í undirlagi er lagt fljótandi undirlag, Polyurethan flex til að brúa þær hreyfingar og fyrirbyggja að sprungur berist í gólfefnið.
Verklýsing
- Hreint undirlagið er grunnað með epoxy resin íblönduðu kvartsandi 0,18 mm að grófleika.
- Kvartsandi að grófleika 07 – 1,2 mm er stráð í grunninn.
- Millilag, epoxy bindiefni og fylliefni er borið á flötinn með stálbretti. Lituðum kvartsandi að grófleika 07-1,2 mm er stráð í blautt yfirborðið til mettunar. Meðan lögnin er blaut er farið inn á gólfið á gaddaskóm og lögnin jöfnuð og sléttuð með hæggengri þyrlu.
- Eftir þornun 12-14 klst. er Toppcoat Vespox TL borið á flötinn með stálbretti og lögnin mettuð. Blautt yfirborðið er síðan skafið vandlega með stálbretti þar til ekkert umframefni situr eftir.
- Eftir þornun ca 12-24 klst er Vespox tl borið á flotin með stálbretti og jafnað með rúllu í fínhamrað yfirborð.
Efnisnotkun pr m2
Efnið er borið á með stálbretti.
- Grunnur 250 gr. m2 150 gr. kvartsandur 0,18 mm og 1 kg gr. kvartssandur 07-1,2 mm
- Millilag 600 gr. epoxy bindiefni 800 gr. marmarasalli 2,5 kg kvartssandur 07-1,2 mm
- Toppcoat 350 gr.
Umhverfi
Topp 4000 gólfefni er án upplausnarefna og lyktarlítið.
Herðirinn (b hluti) er ætandi og þarf því að verja húð og augu við verkið.